31.3.11

Vika frá aðgerð.

Bara vika frá aðgerð og lifið komið í eðlilegt horf. Mér líður vel, saumarnir gróa vel og ég er orðin svona 90% eins og fyrir aðgerð og finn lítið fyrir því að ég hafi verið í stórri aðgerð fyrir aðeins viku, mig hefði aldrei grunað að ég yrði svona fljót að jafna mig.  Í gær var fyrsti dagurinn sem ég fékk engan loftverk uppi öxlina og jafnframt fyrsti vinnudagurinn og allt gekk eins og í lygasögu.

Viktaði mig i morgun og viktin sýndi 102.8 kg.

Það er svolítið skrítin tilfinning að vera með bandið og vera ennþá bara á fljótandi, ég er aldrei svöng en finn samt heldur aldrei fyrir bandinu í raun.  Er að prufa mig áfram í mat, síðan ég ældi kjúklingasúpunni á spítalanum hef ég haft litla lyst á súpum en borða sjávaréttasúpuna frá 1944 með bestu lyst, einn sigtaður skammtur eru tvær máltíðir fyrir mig og í gær var það eina sem ég borðaði þann daginn.  Kakósúpan sem ég borðaði um daginn fannst mér of þung í maga, varð flökurt, þannig að ég mæli ekki með henni strax.  Auðun vildi að ég væri á fljótandi alveg í 2 vikur og var þá að tala um til að ná hámarks árangri í þyngdarlosun, en bókin talar um viku þannig að ég ætla að taka hinn gullna meðalveg og byrja að prufa mig áfram í maukuðum mat um helgina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli