27.3.11

Dagur fjögur - Heimferð

Vaknaði nokkuð hress í morgun, ákváðum að taka leigubíl frá hótelinu að lestarstöðinni í Birmingham og taka lestina beint þaðan til London, mæli með að fólk geri það frekar en reyna að taka lestina beint til Bromsgrove. Fór í Boots og fékk mér Rennie og Wind-eze og hefði átt að gera það mikið fyrr, mæli með að fólk sé búið að kaupa sér vindlosandi, þvílíkur munur!  Finn aðeins að það tekur í sárið, en eftir að ég losnaði við vindverkina líður mér bara nokkuð vel.  Búin að koma niður allskonar vökva í dag, ávaxtasafar fara best niður og eins fékk ég mér heitt kakó áðan sem var snilld, finn alveg að ég þarf að drekka meira af kaloríum til að finna ekki fyrir svima og hlakka til að komast heim og prufa allskonar jógurt og slíkt sem ég þekki, LGG er efst á óskalistanum, þó ég hafi akkúrat enga matarlyst og finnist sum matarlykt hreinlega vond þá er góð tilfinning að fá eitthvað í magann.

Flug í kvöld, kvíði pínu.. hef lesið á netinu að vegna þrýstings þá þrengist á bandinu í flugi og sumir upplífa að geta ekki kyngt eigin munnvatni og finnast þeir hálfpartinn vera að kafna, vonandi verður ekkert svoleiðis hjá mér.   Vikt á morgun!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli