25.3.11

Aðgerðadagur

Í gær fimmtudag mættum við kl.7 að morgni á sjúkrahúsið í innlögn, við höfðum farið daginn áður í blóðprufu og því var ekkert því til fyrirstöðu að leggjast inn, við biðum í kannski klst áður en kom að okkur og svo var okkur fyllt inná einkaherbergi.  Ég viktaðist 107 kg á sjúkrahúsinu. Sjúkrahúsið er uppí miðri sveit, svakaleg bygging sem sjálfsagt var einhverskonar ríkramannasetur og breytt í einkasjúkrahús.  Ég hitti svæfingalæknirinn fyrst, og svo kom Auðun og fór yfir allt með okkur aftur.  Ég átti að vera nr.7 í röðinni sem hefði þýtt að ég hefði farið í aðgerðina um kaffileiti en vegna þess að ég ætlaði ekki að vera á sjúkrahúsinu yfir nótt þá potaði hann mér framar og var ég nr.3 sem þýddi að aðgerðin var um kl.11.  Það er svosem ekki margt hægt að segja um aðgerðina sjálfa, ég var svæfð og vaknaði einhverri klst seinna og var í móki meira og minna alveg til kaffileitis en þá fór ég aðeins að rumska almennilega og fékkst til að standa upp og drekka smá.  Um kvöldmat var með boðin smoothy sem ég drakk ca helming af og svo sögðu hjúkkurnar (sem notabene er yndislegar) að ég yrði að smakka smá súpu áður en ég færi heim, sem og ég gerði en þá var ég trúlega búin að ofreyna magann og ég endaði á að líða ógeðslega illa og ældi svo, klst síðar leið mér mun betur og fékk loksins að fara uppá hótel. 

Ég svaf vel í nótt, var ekki mikið kvalin en er búin að pína í mig smá súpu í dag, ca hálfum líter af vatni og smá appelsínusafa.  Mér líður frekar illa, með hausverk og er flökurt en vonandi líður það hjá þegar líður á daginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli