29.3.11

Vinna á morgun

Í dag er fyrsti dagurinn sem ég reyni að "borða" 3 sinnum yfir daginn, fram að þessu hef ég verið að fá mér smá og smá allan daginn til að ná upp orku. En í morgun fékk ég mér morgunmat, 5 frekar litlir sopar af AB mjólk runnu vel niður og ég var södd, í hádeginu fékk ég mér svo hálft glas ca af kakósúpu g hálft glas af appelsínsafa.  Ég ákvað í dag að fá mér wind-eze strax eftir máltíðir og hef ennþá ekki lent í slæmum vindverkjum þá það séu ennþá smávegis verkir til staðar og ég er að drekka svona vítamín vatn allan daginn og þarf að standa mig aðeins betur í vatninu.  Í kvöld er ég svo ákveðin í að fá mér sigtaða sjávarréttasúpu (1944) og mig hlakkar mjög til. 

Morgunn er svo fyrsti vinnudagurinn eftir aðgerð, ég hugsa að það verði ekkert mál ef ég næ að koma niður nægilegum kaloríum.  Sárið heldur áfram að gróa og lítur vel út, ég finn lítið fyrir því í raun og þarf bara að passa mig að vera ekki að lyfta neinu og þá er ég í góðum málum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli