4.11.11

Smá update

Núna eru rúmir 7 mánuður frá aðgerð og lífið gengur sinn vanagang.  Ég hef svosem ekkert sett inn. vegna þess að það er í raun ekkert að gerast.  Ég er að léttast MJÖG hægt, en samt að léttast og mér líður miklu betur.  Ég þurfti að láta fjarlægja hálfan ml af bandinu síðast, fannst bara ekkert fara niður og fór sama dag aftur og lét minnka aðeins í bandinu.  Bandið heldur rosalega vel við fyrripart dags en á kvöldin finnst mér það halda "illa" við, ég veit ekki hvort það sé bara eitthvað spes ég eða hvort aðrir "bandarar" finna þetta líka.  Staðan er þannig í dag að ég er 92.8 kg, sem þýðir að 17.2 kg eru farin frá upphafi. 

Kannski fínt að taka það fram að ástæða þess að ekki meira er farið er örugglega sú að ég hef akkúrat ekkert gert annað en fá bandið, ég er ekkert farin að hreyfa mig eða breyta um lífstíl í raun.  Vissulega borða ég mun minna og ég leyfi mér ekki eða langar kannski síður í nammi, snakk og slíkt og ég er viss um að ef ég hefði tekið sjálfa mig fastari tökum, væri árangurinn betri.  Ekki það, ég verslaði mér gallabuxur í stærð 42 um daginn, en fyrir aðgerð var ég í 48 og það var yndisleg tilfinning að biðja um minni stærð í búðinni, þannig að ég er fullkomlega sátt við þann árangur sem ég hef náð og veit vel að ég mun innan tíðar sjá 80 og eitthvað á viktinni og þá er ég fullkomlega sátt, bið ekki um meira :)