14.7.11

Vika 16 - Flug

Finnst ennþá að einn ml hafi verið of lítil í bandið fyrir tveimur vikum, er byrjuð að léttast aftur en finnst bandið samt ekki halda nægilega við og langar að fá smá meira í það.  Ætla samt að sjá til í 1-2 vikur áður en ég hef samband við Auðun.  Þyngdin stendur í 95.6 sem er eitt kg á tveim vikum.
Þurfti að skjótast erlendis vegna vinnu, mæli ekki með að fólk reyni að borða í flugvél með bandið vegna þess að loftþrýstingurinn virðist hafa þau áhrif að bandið er fyllra,  ég gerði þau mistök á heimleið fyrir nokkrum dögum og ældi öllu upp og leið hrikalega illa.  Að  öðruleiti gengur bara vel.