7.4.11

Vika 2

Vikan er búin að ganga vel, enginn óþægindi vegna skurðana og allt grær rosalega vel.  Fór að borða maukaðan mat í vikunni og töfrasproti heimilsins er minn besti vinur þessa vikuna, fann að um leið og ég fór að borða mat að viktin sveiflaðist upp og niður og ég átti erfiðara með að finna nákvæmar skammtastærðir.  Hef aðeins í lok vikunnar fundið fyrir svengd og hef suma taka þurft að bæta við fjórða matartímanum en samkvæmt bókinni á maður að reyna að borða bara 3x á dag.  Nokkuð eðlilegur dagur hjá mér er 2 egg í morgunmat, tæplega bolli af súpu í hádeginu (eða maukaður kjúklingur) og ca hálfur bolli af maukuðum kjúkling í kvöldmat, stundum hef ég fengið mér banana eða eitthvað í kaffinu, ég drekk svo vitamín vatn á daginn og heilmikið af hreinum blönduðum ávaxtasafa.  Mér finnst að ég ætti að vera að léttast hraðar miðað við hvað ég er að borða rosalega lítið miðað við áður, en endarleg tala þessa vikuna er 101.8 kg sem er 1kg minna en í síðustu viku sem er í raun flottur árangur ef maður horfir á heildarpakkann og að það eru 52 vikur í árinu. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli