28.3.11

Home sweet home.

Flugið gekk vel, fann ekki fyrir neinum aukaverkunum og leið almennt vel fyrir utan smávegis vindverki sem sjálfsagt stöfuðu af því að ég drakk ekki nægilega rólega, svaf vel í eigin rúmi og dagurinn byrjar vel. Tók plásturinn af stóra skurðinum áður en ég fór að sofa, hann lítur vel út, talsvert mar og bólgur ennþá en ekkert sem ég hef áhyggjur af hinsvegar (tek kannski mynd af þessu í dag), en ég er með 5 skurði í heildina, 4 eru bara pínu litlir kannski hálfur sm og svo er aðalskurðurinn kannski 5-6 sm og allir eru þeir límdir saman þannig að það eru engir saumar sem maður þarf að spá í.

Morgunmaturinn var alíslensk kókómjólk (hafði svo ekki lyst á LGG) með allri sinni óhollustu en núna þessa dagana snýst þetta um að koma niður nægilegum kaloríum til þess hreinlega að það líði ekki yfir mig við minnstu hreyfingu og á meðan ég er að ná upp orku, hef verið að ná að koma niður kannski 2-300 kalorium á dag og er sátt með það.   Ennþá hef ég enga löngun í mat og þarf að passa mig að gleyma ekki að fá mér eitthvað annað en vatn, en ég hugsa að ef ég mundi ekki spá í því þá mundi líkaminn ekki kalla á neitt annað en vatnið bara.  Steig á vikt í morgun, hún sýndi 103.9 kg en formleg viktun verður ekki fyrr en á fimmtudag eða viku eftir aðgerð :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli