24.7.12

Smá info...

Hell yeee...

Smá update á viktarmálum, viktin stendur í 77 kg núna! :)))   Sem þýðir að ég er búin að losna við 33.kg frá mínum þyngsta degi.  Hef ekki látið bæta í bandið síðan um jólin, og hugsa að ég þyrfi ekkert á því að halda.  Að öðru leiti gengur lífið bara sinn vanagang.

8.3.12

Vitamín og fleira.

Jæja.. núna er tæplega ár síðan ég fór í aðgerðina (24.mars) og lífið gengur sinn vanagang.  Ég er ennþá sátt við síðustu fyllingu, hún heldur vel við og ég er sjaldan svöng og eftir á að hyggja þá finn ég alveg að of stóran hluta af árinu var ég ekki með nóg í bandinu, en alltaf gott að vera vitur eftir á.  Ég er ennþá aðeins að léttast, stend núna í 86.6 kg og mini takmark mánaðarins er að sjá 85 kg á viktinni á ársafmæli aðgerðar og tel ég það vera takmark sem ég ætti alveg að nást.

Ég dreif mig til læknis fyrir ca hálfum mánuði, allsherjar tékk því mér fannst ég vera búin að vera með hálfgert slen síðan um áramót, oft þreytt og máttfarin.  Blóðþrýstingurinn er orðin alveg eðlilegur, en fyrir aðgerð átti ég til að þjást af of háum þrýsting og var um tíma á lyfjum vegna þess.  Læknirinn minn gerði allsherjar tékk, kíkti á blóðsykur, kolestrol og tékkaði á vítamínunum og allt leit vel út fyrir utan að B12 var of lágt hjá mér.  Í gær fór ég í B12 sprautu og svo fer ég aftur í næstu viku, svo þarf ég að endurtaka þær ca á 2-3 mánaða fresti í 3 skipti.  

Kem næst með uppdate í kringum ársafmælið, vonandi verða þá 25+ kg farin :)

20.1.12

Náði takmarkinu

Biðst forláts hversu léleg ég er að setja inn fréttir, en það er bara sem betur fer svo lítið í raun að gerast.  Bandið heldur ennþá mjög vel við, þó ég finni alveg að það hefur slaknað aðeins.  Ég sagði í fyrra bloggi að ég ætti það til að ropa (æla) upp mat ef ég vanda mig ekki þegar ég borða (sérstaklega fyrripart dags) og hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það og langar að útskýra.  Þetta er ekki eitthvað sem þarf að gerast eða gerist alltaf, hinsvegar ef ég borða of hratt þá einfaldlega yfirfylli ég að bandinu og finn fyrir óþægindum og mér finnst léttast að ropa þá upp þessum auka mat, losa mig við hann og bíða aðeins áður en ég fæ mér meira.  Hinsvegar ef ég borða minna í einu og tygg matinn minn rosalega vel, þá lendi ég ekki í þessu.

Ég náði áttatíu og eitthvað takmarkinu fyrir áramót! Þrátt fyrir "allt" átið um jólin og alla sykurdrulluna sem ég setti niður. Yndisleg tilfinning að sjá þann tug á vigtinni og þó ég eigi í raun ennþá lagt í land er árangurinn á þessum 9 mánuðum ótrúlegur, sérstaklega þar sem ég veit vel að ég hann gæti verið ennþá betri ef ég mundi rífa mig uppá rassgatinu og fara að hreyfa mig eitthvað.

Viktin í gær fimmtudag stóð í 89.4 kg.  :))))