26.3.11

Dagur þrjú.

Get alveg viðurkennt að dagurinn í gær var hrikalegur, mikil flökurleiki, hausverkur og almenn vanlíðan. Náði ekki að koma niður nema ca hálfum líter af vatni, og annað eins af ávaxtasafa og á tímabili fannst mér þetta alls ekki þess virði og dauðsá eftir að hafa lagt þetta á mig.  Ég hinsvegar vaknaði mun betri í morgun, vonandi helst það út daginn. Finn aðeins fyrir vindverkjum, en ekkert sem er hrikalega slæmt.  Hef aðeins verið að fá hungurverki, það er sérstök tilfinning því ég er alls ekki svöng en maginn mótmælir því stöðugt.  Finn alveg að þó mig langi ekki beint í mat, þá þráir munnurinn að fá eitthvað og matarauglýsingar í sjónvarpi pirra mig.  Við þurftum að sprauta mig í gær með blóðþynningarlyfjum og þurfum að gera það áður en ég fer í flug á morgun aftur og það gekk bara vel.  Verkjalyfið sem ég fékk á sjúkrahúsinu er viðbjóður, þetta er svona krakkaverkjalyf í fljótandi formi með appelsínubragði og er næstum ódrekkandi, vona að ég þurfi ekkert á því að halda í dag en mæli annars með því að fólk taki með sér stíla að heiman, endaþarmsverklyfsstílar fást ekki í UK og eru must eftir svona aðgerð.

Ákváðum að fara til baka i gegnum Birmingham, en komum hingað með allskonar stoppum og rugli og nennum því ekki, þannig að við tökum leigubíl til New street stöðina í Birmingham og okkur var lofað því á 20 pund, svo fann ég lestarmiða á 22 pund á mann, 1.class með neti alla leiðina og ekkert stopp sem kemur okkur til London, svo þurfum við bara að koma okkur til Heathrow þaðan sem verður ekkert mál held ég.

Hlakka rosalega til að stíga á vikt þegar ég kem heim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli