17.3.11

Greiðsla.

Svona aðgerð er langt frá því að vera ódýr, en er hægt að verðleggja heilsuna?  Ég setti þetta þannig uppfyrir mig að ég væri búin að eyða sjálfsagt tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda í allskonar töfralausnir með misjöfnum árangri, allt frá herbalife að líkamsræktarkortum en alltaf vantaði að fylgja þessu til enda, gefast ekki upp.

Aðgerðin kostar 5500 pund, sem ég greiði helming hérna heima inná reikning Auðuns og restina fer ég með í vasanum út og greiði þar.  Ég heyrði að það væri hægt að fá uppáskrifað hjá Auðun að maður væri að fara í svona aðgerð og fá undanþágu hjá Seðlabankanum á gjaldeyrishöftum en ég ákvað strax í upphafi að ég ætlaði að segja sem fæstum frá hvað væri að gerast og því hentaði hitt mér betur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli