10.5.13

Pínu uppdate

Mikil hamingja..

Viktin stendur í 67 kg sem er langt umfram væntingar :) Líður vel, er hraust, grönn og hamingjusöm. 

24.7.12

Smá info...

Hell yeee...

Smá update á viktarmálum, viktin stendur í 77 kg núna! :)))   Sem þýðir að ég er búin að losna við 33.kg frá mínum þyngsta degi.  Hef ekki látið bæta í bandið síðan um jólin, og hugsa að ég þyrfi ekkert á því að halda.  Að öðru leiti gengur lífið bara sinn vanagang.

8.3.12

Vitamín og fleira.

Jæja.. núna er tæplega ár síðan ég fór í aðgerðina (24.mars) og lífið gengur sinn vanagang.  Ég er ennþá sátt við síðustu fyllingu, hún heldur vel við og ég er sjaldan svöng og eftir á að hyggja þá finn ég alveg að of stóran hluta af árinu var ég ekki með nóg í bandinu, en alltaf gott að vera vitur eftir á.  Ég er ennþá aðeins að léttast, stend núna í 86.6 kg og mini takmark mánaðarins er að sjá 85 kg á viktinni á ársafmæli aðgerðar og tel ég það vera takmark sem ég ætti alveg að nást.

Ég dreif mig til læknis fyrir ca hálfum mánuði, allsherjar tékk því mér fannst ég vera búin að vera með hálfgert slen síðan um áramót, oft þreytt og máttfarin.  Blóðþrýstingurinn er orðin alveg eðlilegur, en fyrir aðgerð átti ég til að þjást af of háum þrýsting og var um tíma á lyfjum vegna þess.  Læknirinn minn gerði allsherjar tékk, kíkti á blóðsykur, kolestrol og tékkaði á vítamínunum og allt leit vel út fyrir utan að B12 var of lágt hjá mér.  Í gær fór ég í B12 sprautu og svo fer ég aftur í næstu viku, svo þarf ég að endurtaka þær ca á 2-3 mánaða fresti í 3 skipti.  

Kem næst með uppdate í kringum ársafmælið, vonandi verða þá 25+ kg farin :)

20.1.12

Náði takmarkinu

Biðst forláts hversu léleg ég er að setja inn fréttir, en það er bara sem betur fer svo lítið í raun að gerast.  Bandið heldur ennþá mjög vel við, þó ég finni alveg að það hefur slaknað aðeins.  Ég sagði í fyrra bloggi að ég ætti það til að ropa (æla) upp mat ef ég vanda mig ekki þegar ég borða (sérstaklega fyrripart dags) og hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það og langar að útskýra.  Þetta er ekki eitthvað sem þarf að gerast eða gerist alltaf, hinsvegar ef ég borða of hratt þá einfaldlega yfirfylli ég að bandinu og finn fyrir óþægindum og mér finnst léttast að ropa þá upp þessum auka mat, losa mig við hann og bíða aðeins áður en ég fæ mér meira.  Hinsvegar ef ég borða minna í einu og tygg matinn minn rosalega vel, þá lendi ég ekki í þessu.

Ég náði áttatíu og eitthvað takmarkinu fyrir áramót! Þrátt fyrir "allt" átið um jólin og alla sykurdrulluna sem ég setti niður. Yndisleg tilfinning að sjá þann tug á vigtinni og þó ég eigi í raun ennþá lagt í land er árangurinn á þessum 9 mánuðum ótrúlegur, sérstaklega þar sem ég veit vel að ég hann gæti verið ennþá betri ef ég mundi rífa mig uppá rassgatinu og fara að hreyfa mig eitthvað.

Viktin í gær fimmtudag stóð í 89.4 kg.  :))))

15.12.11

Fjórða fylling

Auðun var á landinu um síðustu helgi og ég hitti hann á laugardeginum og fékk smá fyllingu á bandið og spjall.  Hitti tvær sem voru búnar að fara í aðgerð, önnur í ágúst og hin um svipað leiti og ég, sögur okkar voru mjög álíkar og almenn ánægja með allt.  Auðun setti 0.5 í bandið og mældi jafnframt hvað var mikið í því, en ég er núna með ca 6.8 í bandinu og finn alveg að það er alveg í það mesta, bandið heldur vel við og fyrripart dags fer vökvi varla niður en seinnipartinn næ ég að borða ef ég vanda mig.  Ef ekki þá æli ég öllu upp og er ég að verða ansi klár í að "ropa" upp mat sem ég finn að fer ekki niður, en að tala um að æla er í raun ekki rétt því maturinn er ekki komin ofaní maga.
Draumurinn var að verða áttatíu og eitthvað fyrir áramót og mér sýnist á öllu að það geti bara hreinlega orðið að veruleika!! Steig á vikt í morgun og var 90.6 kg og ég er sannfærð að ég eigi að geta náð af mér þessum 700 gr sem vantar uppá til að viktin sýni 8 í byrjun ;)

Annað, af því að ég hef fengið spurningar um afhverju það þurfi reglulega að vera að fylla á bandið og ég hef aldrei almennilega vitað það sjálf þá kom Auðun með útskýringu á því um helgina og um að gera að leyfa öðrum að heyra hana líka.  En Auðun talaði um að það væri mikið fitulag utan um magann sem bandið kæmi yfir, og þegar að fólk væri að léttast þá eðlilega minnkaði fitulagið og því jafnframt losnaði um bandið og þessvegna þyrfti reglulega að vera að bæta pínulitlu í það. Þá vitum við það....

4.11.11

Smá update

Núna eru rúmir 7 mánuður frá aðgerð og lífið gengur sinn vanagang.  Ég hef svosem ekkert sett inn. vegna þess að það er í raun ekkert að gerast.  Ég er að léttast MJÖG hægt, en samt að léttast og mér líður miklu betur.  Ég þurfti að láta fjarlægja hálfan ml af bandinu síðast, fannst bara ekkert fara niður og fór sama dag aftur og lét minnka aðeins í bandinu.  Bandið heldur rosalega vel við fyrripart dags en á kvöldin finnst mér það halda "illa" við, ég veit ekki hvort það sé bara eitthvað spes ég eða hvort aðrir "bandarar" finna þetta líka.  Staðan er þannig í dag að ég er 92.8 kg, sem þýðir að 17.2 kg eru farin frá upphafi. 

Kannski fínt að taka það fram að ástæða þess að ekki meira er farið er örugglega sú að ég hef akkúrat ekkert gert annað en fá bandið, ég er ekkert farin að hreyfa mig eða breyta um lífstíl í raun.  Vissulega borða ég mun minna og ég leyfi mér ekki eða langar kannski síður í nammi, snakk og slíkt og ég er viss um að ef ég hefði tekið sjálfa mig fastari tökum, væri árangurinn betri.  Ekki það, ég verslaði mér gallabuxur í stærð 42 um daginn, en fyrir aðgerð var ég í 48 og það var yndisleg tilfinning að biðja um minni stærð í búðinni, þannig að ég er fullkomlega sátt við þann árangur sem ég hef náð og veit vel að ég mun innan tíðar sjá 80 og eitthvað á viktinni og þá er ég fullkomlega sátt, bið ekki um meira :)

25.8.11

Fylling nr.3

Fór í morgun í mína þriðju fyllingu, númer tvö í Domus.  Það var bætt á mig einum ml, og núna klst seinna er ég pínu hrædd um að það hafi verið of mikið, en þar sem bandið er alltaf þröngt fyrst á morgnana ætla ég að sjá til í dag hvernig þetta verður.  Hef lést lítið síðustu vikur, í morgun stóð viktin í 94.8 kg sem er fáranlega lítið í raun og  minnsta sem ég hef lést síðan ég fór í aðgerðina á 6 vikna tímabili.  Ég veit alveg að ég hef ekki verið nógu dugleg að passa mataræðið enda búin að vera að rokka í þyngd, en það er búið að vera mikið álag á mér og ég hef verið að stelast í súkkulaði til að halda við blóðsykrinum og eins hef ég verið að drekka orkudrykki sem eru auðvitað algjört ógeð fyrir líkamann og það sést strax á árangrinum.  Þannig að vonandi var fyllingin í morgun það spark í rassinn sem ég þurfti.