30.4.11

Fyrsta fylling

Fór í dag um hádegi og hitti Auðun, við vorum þrjár sem vorum mættar og var ofsalega gott að hitta aðrar konur sem hafa upplifað það sama og ég.  Sjálf fyllingin tók enga stund, maður leggst á bakið, setur handleggina í kross yfir axlirnar og gerir hálfgerða magaæfingu meðan að Auðun fann portið.  Ég var með 3.5 í bandinu og Auðun fór með það uppí 6, ég var svo látin drekka vatn til að kanna hvort væri of mikið í því og það var raunin.  Vatnið fór ekki niður i góðu, þannig að Auðun tók 0,4 út aftur og endanleg niðurstaða var sú að ég er núna með 5.6 í bandinu og finnst það alveg hámark í bili.  Fyrir fyllingu gat ég drukkið nánast eins og ég vildi en eftir fyllingu get ég bara sett niður smásopa í einu og er með pínu vindverki aftur en ekkert samt sem skiptir máli eða hefur áhrif á mitt daglega líf.    Þarf að vera á semi maukuðu næstu 2 daga, ætlaði því að fá  mér hrært egg í kvöldmat en mér til mikillar undrunar kom ég ekki heilu eggi niður og þegar ég ætlaði svo að fá mér smá vatn eftir mat, var ég greinilega orðin alveg full því það bara fór ekki niður og ég varð að "æla" upp vatninu og hluta af egginu, þannig að núna er ég alveg pakksödd og samt varla með hálft egg í maganum.

Auðun talaðu svo um að ég yrði að fara aftur í fyllingu eftir ca 6 vikur, þá yrði sjálfsagt sett þessir 0.4 sem teknir voru úr í dag.  Konurnar sem voru þarna í dag ætla að opna lokaða grúbbu á fésinu fyrir okkur, ég get vonandi komið með meira info um það seinna fyrir þá sem lesa hérna og hafa áhuga á að vera með.

2 ummæli:

 1. Sæl, er með einhverjum hætti hægt að ná sambandi við þig...

  Ég væri til í að heyra í þér, geturðu hringt í mig... Ég er með síma 7706690.

  Það væri gaman að heyra frá þér. Ég get þá hringt í þig til baka.

  Mig langar að heyra í einhverjum sem hefur farið í aðgerðina.

  Með bestu kveðju.

  Valgeir.

  SvaraEyða
 2. Hæ Valgeir.
  Ég er örugglega ekki rétta manneskjan að svara einhverjum spurningum, sérstaklega þar sem ég veit að þú ert búin að fara áður í magaminnkunina. Mæli með að þú hafir bara beint samband við Auðun. Gangi þér vel Þ)

  SvaraEyða