14.4.11

Vika 3 - Vonbrigði

Hef aðeins lést um 400 gr milli vikna, finnst það hrikalega sorglegt því þó að ég sé farin að finna fyrir svengd þá hef ég passað mig rosalega á hvað ég set niður og veit að ég er að borða MUN minna og hollara í hvert mál heldur en áður.  Hinsvegar varaði Auðun mig á því að þessi tími mundi koma, þar sem ég er ekki komin með fullt band þá virkar bandið ekki fullkomlega og hann sagði að ég yrði orðin mjög svöng þegar kæmi að því að fylla bandið.  Fyrstu vikurnar er maður svo bólginn í kringum bandið að það virkar eins og fullt band en um leið og bólgurnar hjaðna, hjaðnar líka virkni bandsins og ég er því miður þannig að ég græ rosalega hratt og örugglega. 

Ég er ennþá að mauka flestan mat en er aðeins farin að prufa að borða ómaukað því mér finnst ég geta borðað meira af maukuðu heldur en ómaukuðu, maukið sjálfsagt lekur beint í gegnum bandið og ofaní maga.   Ég þarf að passa að tyggja vel það sem ég borða og setja ekkert þurrt niður, það er hrikalega óþægilegt og eins og það stoppi hreinlega á leiðinni niður.  Ég er að spá í að reyna að komast að í Domus í fyllingu í stað þess að bíða eftir Auðun,  meika held ég ekki aðra viku þar sem ég nánast stend í stað en ætla að senda Auðun línu og fá álit hjá honum.

Saumarnir gróa rosalega vel, allar bólgur og mar farið og núna finn ég ekkert fyrir því í mínu daglega lífi að ég hafi farið í aðgerð fyrir 3 vikum og er hrikalega ánægð með það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli