28.4.11

Vika 5

Þrátt fyrir páskaeggjaát og steikur með rjómasósum og kartöflum tvisvar yfir páskana, léttist ég um 1 kg í þessari viku og er rosalega ánægð með það eftir tvær erfiðar vikur í hálfgerði stöðnun.   Ég er farin að smakka allt, sumt gengur illa að borða og ég á aðeins í vandræðum með að ég tygg ekki nægilega eða borða of hratt er eins og það festist með tilheyrandi verkjum og óþægindum, en ég er að vinna í því. Eins prufaði ég að fá mér smá appelsín með páskasteikinni og það var hrikalegt, mér leið strax bara á fyrsta sopa eins og ég væri að springa og mér leið ekki vel fyrr en ég var hálfpartin búin að æla því upp aftur.  Þrátt fyrir að vera ekki komin með fullt band, er bandið alveg að halda við að því leiti að ég verð södd mun fyrr og er að borða mig pakksadda á ca 1/3 af því sem ég borðaði venjulega og ef ég borða mig sadda í kvöldmatnum er ég södd allt kvöldið og hef engan áhuga á neinu kvöldnasli og sama á við um hádegismatinn, ef ég borða mig sadda þá dugar það alveg frammá kvöldmat.  (fæ mér stundum Hleðslu í millimál, finnst það ekkert spes en það er stútfullt af próteinum sem ég er að passa mig á að fá nóg af á dag, samkvæmt læknisráði)

Ég mun hitta Auðun á laugardag og fá þá fyllingu í bandið, hlakka mjög mikið til því ég veit ekki ennþá hverju ég mun eiga von á eftir fyllingu.   Bandið hefur núna enginn áhrif á mitt daglega líf, að öðru leiti en ég er fyrr södd, síður svöng, þarf að borða hægar og get ekki drukkið gos ;)  Mun koma með update eftir fyllinguna á laugardag.

p.s
Veit að það eru tveir sem fóru í aðgerð á eftir mér sem lesa hérna reglulega og vonandi hjálpar það eitthvað að lesa mína upplifun af þessu öllu og á þeim nótum langar að benda á vítamín vatnið sem fæst í Krónunni, þetta appelsínugula er virkilega bragðgott og stútfullt af vítamínum og eins drekk ég mikið af Eðaltopp frá Vífifell með eplum og trefjum, mér finnst hann góður og trefjarnar eru stór plús, því það sem ég hef lesið á erlendum spjallborðum er að sumir eiga í vandræðum með hægðir eftir aðgerðina því inntaka á trefjum er lítil sem enginn, ég hef ekki lent í neinum vandræðum, hvort sem það er eðaltoppnum að þakka eða ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli