21.4.11

Vika 4 - föst

Náði í Auðun fyrir helgi og hann var sammála mér að það væri best að fá fyllingu sem fyrst og ætlaði að hringja fyrir mig í Domus og fá tíma í þessari viku, hann hinsvegar hafði ekki samband þannig að ég reikna með að þeir hafi ekki átt tíma.  Vonandi fæ ég tíma strax eftir páska, þannig að Auðun geti fínpússað bandið fyrir mig þegar hann kemur í lok mánaðarins.  Staðan er þannig núna að mér finnst bandið halda mjög lítið við og ég hef getað borðað nánast allt (hætt að mauka) og í of miklu magni að eigin áliti, en ef ég borða minna þá er ég að drepast úr hungri allan daginn og ég nenni því ekki með milljónkrónaband í maganum.  Það voru veisluhöld hjá mér um helgina og ég fékk mér sneið af súkkulaðiköku báða dagana, en samt ekki í neinu magni en með miklu samviskubiti og í gærdag var ég svo rosalega svöng um kaffileitið að ég fékk mér pylsu.  Staðan í þessari viku er sú að ég hef ekkert lést, sem eru auðvitað gríðaleg vonbrigði.. því draumurinn var að ég mundi sjá tveggja stafa tölu á eftir fyrsta mánuðinn. 

Gleðifréttirnar hinsvegar eru þær að ég finn alveg á fötunum mínum að þessi kg sem þó eru farin, séu ekki þarna lengur og ég mun hugga mig við það þangað til ég fæ band með fullri virkni.

2 ummæli:

  1. hlakka til að fylgjast með þér, ég er búin að taka ákvörðun um að fara í þessa aðgerð og þarf bara að finna peninginn. En ég stefni á að fara í þetta innan næstu 2ja ára. Væri æðislega gaman að heyra í þér, t.d. hve lengi þú beiðst eftir að komast að og hvað þarf að gera fyrir aðgerð.

    kv 70kg

    SvaraEyða
  2. Í raun er enginn bið, hef verið í sambandi við annan aðila sem er nýbúin að fara út og hann beið í raun bara í 2-3 vikur eftir að hann tók ákvörðun um að fara. Eins þarf ekkert að gera fyrir aðgerð, en Auðun segir að það sé plús ef maður er búin að léttast um 2-3 kg.

    SvaraEyða