20.1.12

Náði takmarkinu

Biðst forláts hversu léleg ég er að setja inn fréttir, en það er bara sem betur fer svo lítið í raun að gerast.  Bandið heldur ennþá mjög vel við, þó ég finni alveg að það hefur slaknað aðeins.  Ég sagði í fyrra bloggi að ég ætti það til að ropa (æla) upp mat ef ég vanda mig ekki þegar ég borða (sérstaklega fyrripart dags) og hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það og langar að útskýra.  Þetta er ekki eitthvað sem þarf að gerast eða gerist alltaf, hinsvegar ef ég borða of hratt þá einfaldlega yfirfylli ég að bandinu og finn fyrir óþægindum og mér finnst léttast að ropa þá upp þessum auka mat, losa mig við hann og bíða aðeins áður en ég fæ mér meira.  Hinsvegar ef ég borða minna í einu og tygg matinn minn rosalega vel, þá lendi ég ekki í þessu.

Ég náði áttatíu og eitthvað takmarkinu fyrir áramót! Þrátt fyrir "allt" átið um jólin og alla sykurdrulluna sem ég setti niður. Yndisleg tilfinning að sjá þann tug á vigtinni og þó ég eigi í raun ennþá lagt í land er árangurinn á þessum 9 mánuðum ótrúlegur, sérstaklega þar sem ég veit vel að ég hann gæti verið ennþá betri ef ég mundi rífa mig uppá rassgatinu og fara að hreyfa mig eitthvað.

Viktin í gær fimmtudag stóð í 89.4 kg.  :))))

1 ummæli:

  1. Blessuð
    Mig langar svo að ná sambandi við þig ef það er möguleiki ;) ég finn ekkert email hér til að senda þér línu. Er að spá í hvort þú getir sent mér emailadressuna á mitt netfang og ég sendi þér svo nokkrar linur í kjölfarið.
    með kveðju Bylgja
    netfang : bmist@hesbynett.no

    SvaraEyða