8.3.12

Vitamín og fleira.

Jæja.. núna er tæplega ár síðan ég fór í aðgerðina (24.mars) og lífið gengur sinn vanagang.  Ég er ennþá sátt við síðustu fyllingu, hún heldur vel við og ég er sjaldan svöng og eftir á að hyggja þá finn ég alveg að of stóran hluta af árinu var ég ekki með nóg í bandinu, en alltaf gott að vera vitur eftir á.  Ég er ennþá aðeins að léttast, stend núna í 86.6 kg og mini takmark mánaðarins er að sjá 85 kg á viktinni á ársafmæli aðgerðar og tel ég það vera takmark sem ég ætti alveg að nást.

Ég dreif mig til læknis fyrir ca hálfum mánuði, allsherjar tékk því mér fannst ég vera búin að vera með hálfgert slen síðan um áramót, oft þreytt og máttfarin.  Blóðþrýstingurinn er orðin alveg eðlilegur, en fyrir aðgerð átti ég til að þjást af of háum þrýsting og var um tíma á lyfjum vegna þess.  Læknirinn minn gerði allsherjar tékk, kíkti á blóðsykur, kolestrol og tékkaði á vítamínunum og allt leit vel út fyrir utan að B12 var of lágt hjá mér.  Í gær fór ég í B12 sprautu og svo fer ég aftur í næstu viku, svo þarf ég að endurtaka þær ca á 2-3 mánaða fresti í 3 skipti.  

Kem næst með uppdate í kringum ársafmælið, vonandi verða þá 25+ kg farin :)

1 ummæli: