15.12.11

Fjórða fylling

Auðun var á landinu um síðustu helgi og ég hitti hann á laugardeginum og fékk smá fyllingu á bandið og spjall.  Hitti tvær sem voru búnar að fara í aðgerð, önnur í ágúst og hin um svipað leiti og ég, sögur okkar voru mjög álíkar og almenn ánægja með allt.  Auðun setti 0.5 í bandið og mældi jafnframt hvað var mikið í því, en ég er núna með ca 6.8 í bandinu og finn alveg að það er alveg í það mesta, bandið heldur vel við og fyrripart dags fer vökvi varla niður en seinnipartinn næ ég að borða ef ég vanda mig.  Ef ekki þá æli ég öllu upp og er ég að verða ansi klár í að "ropa" upp mat sem ég finn að fer ekki niður, en að tala um að æla er í raun ekki rétt því maturinn er ekki komin ofaní maga.
Draumurinn var að verða áttatíu og eitthvað fyrir áramót og mér sýnist á öllu að það geti bara hreinlega orðið að veruleika!! Steig á vikt í morgun og var 90.6 kg og ég er sannfærð að ég eigi að geta náð af mér þessum 700 gr sem vantar uppá til að viktin sýni 8 í byrjun ;)

Annað, af því að ég hef fengið spurningar um afhverju það þurfi reglulega að vera að fylla á bandið og ég hef aldrei almennilega vitað það sjálf þá kom Auðun með útskýringu á því um helgina og um að gera að leyfa öðrum að heyra hana líka.  En Auðun talaði um að það væri mikið fitulag utan um magann sem bandið kæmi yfir, og þegar að fólk væri að léttast þá eðlilega minnkaði fitulagið og því jafnframt losnaði um bandið og þessvegna þyrfti reglulega að vera að bæta pínulitlu í það. Þá vitum við það....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli