25.8.11

Fylling nr.3

Fór í morgun í mína þriðju fyllingu, númer tvö í Domus.  Það var bætt á mig einum ml, og núna klst seinna er ég pínu hrædd um að það hafi verið of mikið, en þar sem bandið er alltaf þröngt fyrst á morgnana ætla ég að sjá til í dag hvernig þetta verður.  Hef lést lítið síðustu vikur, í morgun stóð viktin í 94.8 kg sem er fáranlega lítið í raun og  minnsta sem ég hef lést síðan ég fór í aðgerðina á 6 vikna tímabili.  Ég veit alveg að ég hef ekki verið nógu dugleg að passa mataræðið enda búin að vera að rokka í þyngd, en það er búið að vera mikið álag á mér og ég hef verið að stelast í súkkulaði til að halda við blóðsykrinum og eins hef ég verið að drekka orkudrykki sem eru auðvitað algjört ógeð fyrir líkamann og það sést strax á árangrinum.  Þannig að vonandi var fyllingin í morgun það spark í rassinn sem ég þurfti.

1 ummæli: