14.7.11

Vika 16 - Flug

Finnst ennþá að einn ml hafi verið of lítil í bandið fyrir tveimur vikum, er byrjuð að léttast aftur en finnst bandið samt ekki halda nægilega við og langar að fá smá meira í það.  Ætla samt að sjá til í 1-2 vikur áður en ég hef samband við Auðun.  Þyngdin stendur í 95.6 sem er eitt kg á tveim vikum.
Þurfti að skjótast erlendis vegna vinnu, mæli ekki með að fólk reyni að borða í flugvél með bandið vegna þess að loftþrýstingurinn virðist hafa þau áhrif að bandið er fyllra,  ég gerði þau mistök á heimleið fyrir nokkrum dögum og ældi öllu upp og leið hrikalega illa.  Að  öðruleiti gengur bara vel.

2 ummæli:

  1. Ég fann einmitt fyrir þessu með flugið á leiðinni heim til íslands eftir aðgerðina, passaði mig samt að borða ekki neitt enda var ég búin að sjá þessa færslu áður, frábært að geta fylgst með þér og borið það saman við mig þó ég sé bara glæný í þessu öllu saman

    SvaraEyða
  2. Gaman að heyra að þú sért búin í aðgerðinni, er búin að vera í stöðnun, enda gerist auðvitað lítið ef maður treystir bara á bandið og gerir ekkert sjálfur. Þetta er vinna, en vissulega hjálpar bandið MIKIÐ vinnuna :)) Gangi þér vel.

    SvaraEyða