30.6.11

Vika 14 - Fylling

Fór í morgun og fékk smá áfyllingu á bandið, var pínu svekkt að það var bara sett 1ml á bandið núna, hefði alveg viljað fá 2-3 að minnsta kosti en læknirinn ræður þessu víst. Þetta var mín fyrsta áfylling á Domus Medica, var mjög fljótlegt, maður skráir sig inn, fer inní spes herbergi þar sem maður fer úr fötunum og í svona sjúkraslopp, svo leggst maður á bekk og læknirinn fyllir á bandið með hjálp röngentækis sem hann getur horft á í skjá við hliðina á sér,  ég var svo látin drekka eitthvað svona þykkt jarðaberjajukk og það var mjög gaman að sjá á skjánum hvernig bandið stoppaði það og svo lak bara smá í gegn.  Þetta tók ekki nema 10 mínutur tops

Fylling í Domus kostar ca 6500 kr og venjulega er það þannig að maður hefur samband við Auðun og hann sendir inn beiðni og þær hjá Domus hringja svo í mann og bóka tíma, ég að vísu hringdi sjálf í röngendeildina núna vegna þess að síðast náðu þeir víst ekki í mig.

Er búin að standa alveg í stað í þyngd, vonandi fer allt af stað núna eftir áfyllinguna.  Er farin að hreyfa mig aðeins,  ég og maðurinn minn reynum að hjóla að minnsta kosti þrisvar í viku, byrja rólega og hef verið að fara þetta 4-6 km og stefnan er sett á að auka það hægt og rólega með auknu þoli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli