5.5.11

Vika 6 - Tveggja stafa aftur.

Vikan búin að ganga vel, fór eins og kom fram hérna neðan í fyllingu á laugardag og síðan þá hef ég þurft að breyta matarvenjum mínum talsvert.  Ég var á hálf maukuðu 2 daga eftir aðgerð, en skammtarnir sem ég kem niður núna eru fáranlega litlir og mér finnst ég lítið sem ekkert borða, en er samt aldrei svöng.  Ég sá í fyrsta skipti á viktinni (alveg síðan ég var á detox) tveggja stafa tölu, vonandi ólíkt detoxinu er hún komin til vera!


Vikt vikunnar er 99,6 kg

Helsta breyting á mataræði eftir fyllingu að ég get ekki borðað neitt þurrt eða klistrað og VERÐ að tyggja alveg hrikalega vel annars fæ ég þvílíka verki. Eins finnst mér að ef ég drekk með mat að það sé of mikið álag á bandið og ég hálf get ropað upp því sem ekki er pláss fyrir, eins smekklegt og það hljómar.  Finn líka að ég þarf að passa að fá nóg af trefjum, þarf að vera duglegri að drekka Eðal topp með trefjum eða hreinlega reyna að finna einhverja aðra lausn.

1 ummæli:

  1. vá innilega til hamingju. Frábært að geta fylgst með einhverjum sem er búinn að fara í gegnum þetta ferli. Ég er enn föst á því að fara og stefni á næsta vor, vonandi búin að redda öllu sem þarf þá. En þú mátt sko vera mjög sátt með þennan áfanga, enda stór áfangi að komast í tveggja stafa tölu aftur :D

    SvaraEyða