20.5.11

8 vikur

Ég ætlaði í upphafi að vera með smá pósta vikulega um hvernig allt gengur, en finn núna þegar er aðeins liðið frá aðgerð að bæði er maður svo mikið að jojo-ast í þyngd og eins er ekki í raun það mikið sem gerist viku til viku að það er enginn þörf á vikulegum póstum, ég mun því koma bara reglulega með update og miða alltaf viktun við aðgerðardag (fimmtudag).

Síðustu tvær vikur hafa gengið þokkalega vel,  þurfti að taka sjálfa mig á í að borða hægar og tyggja betur því ég var farin að æla eða ropa upp of mörgum máltíðum með tilheyrandi óþægindum sem gerist ef maður borðar og hratt.  Eins lenti ég því að það hrökk ofaní mig kjötbiti, það var mjög óþægilegt því mér fannst eins og hann sæti hreinlega fastur og í panikki þambaði ég vatn sem jók gríðalega á óþægindin og á tímabili leið mér eins og bandið væri að springa eða ég væri með risastóra vatnskúlu fasta þarna einhverstaðar á leiðinni niður.  Ég ældi svo í framhaldinu hrikalega og viðurkenni fúslega að ég var skíthrædd eftir að ég hefði eyðilagt eitthvað, fannst ég hreinlega fá blóðbragð í munninn en ég tel í dag að það hafi allt sloppið til.

Horfði aftur á DVD diskinn sem ég fékk hjá Auðun og fór yfir gullnu reglurnar, er ekkert farin að hreyfa mig ennþá að viti og tek ekki vítamín, en að öðruleiti sýnist mér ég vera á réttri leið, þarf bara að finna multi vitamín sem er ekki í einhverjum huges töflum.

Ég leysti trefjaþörf dagsins með nýju Cherrios í morgun/hádegismat sem fæst meðal annars í Bónus (Multi Grain), mér finnst það bragðgott og ef ég læt það liggja í smástund í léttmjólk áður en ég borða og auðvitað tygg vel þá rennur það mjög létt niður.



Er venjulega að borða tvær máltíðir á dag og Cherriosið er önnur þeirra, hef sjaldan lyst á morgunmat og fæ mér því morgunmat áður en ég fer í vinnu um hádegi og það dugar mér venjulega frammá kvöldmat, ef ég hinsvegar finn fyrir hungri um miðjan daginn fæ ég mér oft mysudrykk eins og Hleðslu eða Hámark sem aðstoða mig við að ná inn próteinþörf dagsins og slær á hungurverki og eins ef ég finn fyrir nammiþörf (sem var mitt helsta vandamál fyrir aðgerð á kvöldin) þá  finnst mér snilld að fá mér Kraft frá Freyju, sem er að vísu alveg 165 kcal en með bæði 10 gr prótein og 10 gr trefjar, og því mun "hollara" nammi heldur en td að fá sér hefðbundið súkkulaði, eins er Kraftur mjög þétt í sér þannig að ég get látið það duga heila kvöldstund með því að borða mjög litla bita í einu sem mér finnst líka plús.
 

Kvöldmaturinn er því í raun aðalmáltíð dagsins hjá mér og ég reyni að passa mig mikið á því að inntaka próteins sé þar nægileg og að ég sé ekki að borða eitthvað rusl, ég er aftur farin að koma niður ef ég tygg mjög vel flest öllu grænmeti og það hjálpar mér mjög mikið til að passa næringarinnihald kvöldmatsins sé nægjanlegt. 

Viktin í gær fimmtudag stóð í 98.3 kg

3 ummæli:

  1. Ég er að fara í þessa aðgerð vonandi í ágúst, er búin að vera að fylgjast með þér, hvernig gengur núna?

    SvaraEyða
  2. Sæl.
    Gengur mjög vel, skal koma með update á morgun :)

    SvaraEyða
  3. Æðislegt, hlakka til að lesa :)

    SvaraEyða